Jólakveðja Attentus
22. desember 2016

jol-2016

Attentus styrkir Menntunarsjóð mæðrastyrksnefndar
12. desember 2016

maedra

Í stað jólagjafa til viðskiptavina okkar styrkjum við í ár Menntunarsjóð mæðrastyrksnefndar.

Sjóðnum, sem var stofnaður 2012, er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Afar athyglisvert starf sem nú þegar hefur skipt sköpum fyrir konur sem hafa lokið námi og eru í góðu starfi.

Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, heimsótti okkuar og tók á móti styrknum.

LEGO vinnustofur það nýjasta
27. október 2016

LEGO vinnustofur er ný þjónusta sem Attentus býður upp á.  Starfsmaður okkar, Birna  Kristrún Halldórsdóttir, vinnusálfræðingur, er vottaður  LEGO® SERIOUS PLAY®  leiðbeinandi og hefur haldið vinnustofur fyrir viðskiptavini okkar þar sem fengist er við stefnumótun, samskipti o.fl.  Hún starfaði m.a. fyrir LEGO í Danmörku.

lego-birna

http://www.vb.is/frettir/naer-arangri-med-lego-kubbum/132552/

 

 

Árni Stefánsson til liðs við okkur
30. mars 2016

arni_stefansson

Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá okkur. Árni er góður liðsauki og við hlökkum til að starfa áfram með honum en við áttum ánægjulegt samstarf  við hann sem forstjóra Vífilfells en hann  starfaði sem slíkur sl. 10 ár en hóf störf hjá fyrirtækinu 1998.

Árni hefur mikla þekk­ingu á stjórnendastörfum, stefnumótun, mannauðsmálum, skipulagi reksturs með áherslu á markaðs- og sölumál og breytingastjórnun. Hann hefur einnig víðtæka reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki, ráðgjafa og sérfræðinga á ýmsum sviðum reksturs sem og af stjórnun og innleiðingu gæðastaðla.

Árni hefur gegnt stjórnarstörfum í nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Síðast sat hann í stjórn Vífilfells og í stjórnum Endurvinnslunnar og Birtingahússins fyrir hönd Vífilfells.

Árni lauk prófi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands árið 1995. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá sama skóla 1997 og ári síðar með M.Sc. gráðu í sama fagi frá Strathclyde University í Glasgow.

Attentus kaupir mannauðskerfið Kjarna
22. desember 2015

Í dag skrifuðum við undir samning við Applicon um kaup á mannauðskerfinu Kjarna. Markmiðið er að auka þjónustu við viðskiptavini okkar.

IMG_1130

 

Nýir starfsmenn
2. desember 2015

egill_ingi_jacobsen_litur (002)Dagmar

Á síðustu vikum hafa bæst tveir starfsmenn í hópinn þau Dagmar Viðarsdóttir og Egill Ingi Jakobsen.

Dagmar hefur mikla reynslu á sviðið mannauðsmála, hún var mannauðsstjóri hjá Lagardere Travel Retail og í um áratug hjá Íslenskum aðalverktökum hf þar sem hún sat í framkvæmdastjórn. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Tryggingamiðstöðinni.

Aukin eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni „mannauðsstjóri til leigu“ og „bakhjarl í mannauðsmálum“ og sinnir Dagmar m.a. þeim verkefnum.

Dagmar hefur M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla og lauk námi í rekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands (HR) og stundar nú markþjálfun við Opna háskólann HR.

Helstu verkefni Egils eru uppbygging gagnagrunna, tölfræðilegra upplýsinga og annarra rafrænna lausna fyrir viðskiptavini Attentus.

Egill lauk B.Sc. námi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka M.Sc. námi í verkfræðilegri eðlisfræði við sömu stofnun.
Egill hefur unnið við forritun fyrir Reiknistofu bankanna og sem aðstoðarmaður prófessors við rannsóknir í Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Attentus gerir samning við Te og kaffi
16. júní 2015

Attentus hefur gert samning við Te og kaffi um bakhjarl í mannauðsmálum. Við hlökkum til að aðstoða þetta flotta fyrirtæki í að stíga skref í áttina að skilvirkari mannauðsmálum.

http://www.teogkaffi.is

Attentus styrkir menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
8. maí 2015

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefur frá stofnun árið 2012 styrkt efnalitlar konur til náms í þeim tilgangi að gefa þeim aukin tækifæri á vinnumarkaði.

Attentus hefur ákveðið að styðja við þetta góða málefni með því að
bjóða styrkþegum viðtal hjá mannauðsráðgjafa Attentus sem veitir ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit. Ráðgjöf Attentus felst í viðtali þar sem aðstoð og ráðgjöf er veitt við:

Gerð ferilskrár
Atvinnuleit: Hvernig ber að haga sér í atvinnuleit.
Atvinnuviðtal: Hvernig er best að kynna sig í atvinnuviðtali og hvað ber að forðast.
Atvinnumöguleikar: Hver er staðan á vinnumarkaði.Greining á starfsáhugasviði og atvinnumöguleikum með tilliti til þess.lyklakippa

Á mæðradaginn ár hvert er selt Mæðradagsblóm til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Við hvetjum alla til að styðja sjóðinn og kaupa Mæðrablómið 2015 um helgina.

http://www.mbl.is/…/07/hvatning_thegar_einhver_truir_a_mann/

Nýr starfsmaður mun leiða þróun kannana, úttekta og greininga
18. febrúar 2015

berglindb_hreinsdottir_1a

 

Berglind Björk Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá okkur. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Berglind stýra frekari þróun á þessu sviði. Hún kemur til okkar  frá Hagstofu Íslands þar sem hún var deildarstjóri gagnasöfnunar. Áður starfaði hún sem sérfræðingur í launarannsóknum hjá Kjararannsóknarnefnd. Þá situr Berglind í stjórn faghóps um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi.
Berglind Björk lauk MPM námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, hefur IPMA vottun á C stigi og er vottaður Scrum master. Hún hefur BA gráðu í sálfræði og félagsráðgjöf frá sama skóla, diplomu í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er að ljúka námi í straumlínustjórnun frá Opna háskólanum í Reykjavík.

Nýtt fréttabréf – Hvers vegna að úthýsa mannauðsmálum o.fl.
4. febrúar 2015

Nýtt fréttabréf Attentus hefur litið dagsins ljós. Þar er m.a. fjallað um rannsókn á hvers vegna fyrirtæki og stofnanir velja að úthýsa mannauðsmálum, umfjöllun um nýja starfsmenn hjá Attentus, fjarvistir á vinnustöðum o.fl. Einnig viljum við minna á sölu á handbókinni Árangursrík fræðsla og þjálfun. Bókin er m.a. afrakstur evrópsks samstarfsverkefnis sem Attentus tók þátt í en hún Árný okkar er einn af höfundum bókarinnar.

Hægt er að sjá fréttabréfið í heild sinni hér